Fréttir frá umdæmisstjóra
Rótaractklúbbur stofnaður á Íslandi
Þann 20. janúar sl. var fyrsti Rótaractklúbburinn stofnaður á Íslandi, en móðurklúbbar hans eru Rkl. Borgir - Kópavogur og Rkl. Görðum, Garðabæ.
Rótarýhreyfingin á Íslandi fagnar þessu mikilvæga framtaki sem styrkir að sjálfsögðu undirstöður rótarýstarfsins, m.a. með aukinni kynningu meðal ungs fólks á Rótaract og starfsemi og tilgangi hreyfingarinnar í heild sinni. Tilgangurinn með stofnun og starfi slíkra æskulýðsklúbba er að gera ungu fólki grein fyrir siðgæðishugsjónum Rótarý, stuðla að auknum kynnum og samskiptum manna og þjóða, þjónustuþeli í viðskiptum, sem og friðarvilja og réttlætiskennd. Félagar í Rótaract klúbbum er nemendur á aldrinum 18 til 30 ára.
Fyrsti forseti Rótaract er Ingvi Hrannar Ómarsson. Nánari upplýsingar um Rótaract klúbba er að finna á heimasíðu Rotary International undir liðnum Rotaract.