Fréttir frá umdæmisstjóra

20.3.2011

Læsi – þema marsmánaðar

Marsmánuður er mánuður ólæsis. Ólæsi er ein stærsta ógn mannkyns og hefur Rótarýhreyfingin tekið upp baráttu fyrir aukinni lestrarkunnáttu í þróunarríkjunum.

Talið er að um 800 milljónir manna í heiminum í dag séu ólæsir sem hamlar þróun jafnt þessara einstaklinga sem og samfélaganna sem þeir búa í. Fjölmargir rótarýklúbbar um allan heim styðja við verkefni á þessu sviði með bókagjöfum og fjárframlögum til skóla. Um þessi verkefni má fræðast á heimasíðu www.rotary.org.


Útlit síðu:

Tungumál:

English

Innskráning:

Innskráning