Hvernig væri að gerast ráðgjafi í þjónustuverkefnum erlendis?
Rótarýsjóðurinn hefur sér til aðstoðar sjálfboðaliða úr hópi Rótarýfélaga sem búa yfir sérfræðiþekkingu á nánast öllum sviðum. Þar má finna t.d. lögfræðinga, kennara, heilbrigðisstarfsfólk, verk- og tæknifræðinga, fjármálasérfræðinga, stjórnendur í viðskiptalífi og stjórnsýslu. Nöfn þeirra eru á skrá sem nefnist “Cadre of Technical Advisors“. Nú er sérstaklega leitað eftir sérfræðingum sem hafa þekkingu og reynslu fram að færa sem varðar vatn, heilbrigði, læsi og menntun.
Þeir sem vilja kynna sér þessa möguleika til að þjóna geta farið inn á slóðina http://www.rotary.org/en/ServiceAndFellowship/FundAProject/HumanitarianGrants/Pages/grantscadre.aspx