Fréttir frá umdæmisstjóra

13.11.2009

Umdæmisþing í Noregi

Umdæmisstjóri var fulltrúi nærrænu rótarýumdæmanna á umdæmisþingi í Stavanger í október

Umdæmisstjóri ásemt eiginkonu sinni fór á umdæmisþing umdæmis 2250 í Noregi dagana 16. október til 23. október. Þingið var haldið í Stavanger, en umdæmið nær frá Setersdalnum í suðri og til Sogn og Fjördana í norðri. Þingið var mjög vel skipulagt og þátttakendur voru 120. Áherslur eru í raun allar þær sömu og við þekkjum úr okkar starfi. Eitt er þó á annan veg, umdæmisþingið er að hausti til og tekur einn og hálfan dag. Á laugardeginum var ráðstefna og voru fyrirlesararnir þekktir einstaklingar úr norsku þjóðlífi. Ákveðið tema var yfirskrift fundarins og tengdust fyrirlesarnir því. Sunnudagsmorguninn fyrir hádegi var síðan nýttur til að sinna innri málum umdæmisins.

Sú venja hefur skapast að umdæmisstjóri hverju sinni heimsækir eitt umdæmisþing á norðurlöndum á hverju ári. Í heimsókninni er hann fulltrúi allra annarra umdæma á norðurlöndum og flytur kveðju frá þeim. Að vori kemur síðan sá umdæmisstjóri sem var heimsóttur á okkar umdæmisþing sem fulltrúi norrænu umdæmanna. Þetta er ánægjulegur siður og styrkir mjög öll tengsl innan rótarýhreyfingarinnar á þessu svæði.


Útlit síðu:

Tungumál:

English

Innskráning:

Innskráning