Fréttir frá umdæmisstjóra
  • Sveinn H. Skúlason

13.11.2009

Frá umdæmisstjóra

Það er nú þannig að þegar maður er í önnum, líða dagarnir fljótt. Upplifunin er sú að maður mætir til vinnu á mánudegi og að næsti dagur sé föstudagur, helgin að hefjast. Mánaðarmótin koma reglulega og áður en maður veit er komið sumar. Sumarið líður undrahratt við leik og störf og síðan, alveg aftanað manni , eru að koma jól. Þessi lýsing á reyndar örugglega ekki við þá sem eiga við veikindi og aðra erfiðleika að etja. Þetta á þó örugglega við okkur sem erum við fulla heilsu og tökum þátt í lífinu með vinnufélögum og/eða með fjölskyldu og vinum. Félagsleg þátttaka þeirra sem eru komnir á eftirlaun er sífellt að aukast. Barnabörnin segja að amma og afi séu svo upptekin að það sé varla hægt að finna stund til að kíkja í heimsókn. Amma dagsins í dag hleypur út í ellefu - ellefu í jogginggalla og strigaskóm til að „redda“ málum ef óvænta gesti ber að garði. Sem betur fer á þessi litla hugleiðing við flest okkar

Hvers vegna set ég þessa hugleiðingu á blað. Jú, októbermánuður flaug hjá í önnum og ég var farinn að hugsa til mánaðarbréfs míns fyrir nóvember. Þá kom í ljós að vandi minn var að ég hafði misst af október og ekkert mánaðarbréf farið frá mér. Nú ætla ég að bæta um betur og sendi ykkur mánaðarbréf sem tengist október, áður en ég sný mér að nóvembermánuði.

Við hjónin erum að lifa einstakt tímabil í æfi okkar. Ég veit að heimsóknirnar og ferðir okkar um land og lönd verða okkur ógleymanlegar, dýrmætur sjóður á perlubandi minninganna.

Ég hef öðlast aðra og dýpri sýn á hvað Rótarý stendur fyrir. Það er líka ómetanlegt.

 

Sveinn H. Skúlason, umdæmisstjóri 2009 - 2010


Útlit síðu:

Tungumál:

English

Innskráning:

Innskráning