Fréttir frá umdæmisstjóra

16.8.2010

Heimsóknir umdæmisstjóra til klúbbanna

Eitt af verkefnum umdæmisstjóra er að heimsækja alla klúbba umdæmisins. Ég hef heyrt það hjá f.v. umdæmisstjórum að þetta sé það sem uppúr standi að loknu umdæmisárinu.  Tilgangur heimsóknanna er að styrkja tengslin á milli yfirstjórnar umdæmisins og klúbbanna og koma áherslumálum alþjóðaforseta til skila.  Klúbbheimsóknaráætlun ársins var lögð fram á fræðslumótinu (PETS)  en hún hefur jafnframt verið send til forseta í tölvupósti.  Fyrsta heimsókn mín verður 1. september í Rótarýklúbb Reykjavík Grafarvogur. Það eru forréttindi að fá að heimsækja alla rótarýklúbba á landinu og kynnast því skemmtilega fólki og öfluga starfi sem þar fer fram.


Útlit síðu:

Tungumál:

English

Innskráning:

Innskráning