Fréttir frá umdæmisstjóra

16.2.2011

Fræðslumót (PETS) 12. mars 2011

Verðandi umdæmisstjóri Tryggvi Pálsson hefur nú sent út fundarboð og dagskrá fyrir fræðslumótið sem haldið verður í Menntaskólanum í Kópavogi laugardaginn 12. mars n.k. Á fræðslumótinu verður m.a. fjallað um hlutverk og skyldur klúbbforseta og ritara, starf umdæmisins og alþjóðahreyfingarinnar, sérlög klúbbanna, Rótarýsjóðinn, störf helstu nefnda og undirbúning fyrir komandi starfsár.

Sérstakur gestur verður Per Hylander frá Danmörku, fræðslufulltrúi á svæði 16 en Ísland tilheyrir því svæði í heildarskipulagi Rótarýhreyfingarinnar. Per mun fjalla um nýju þjónustuleiðina, ungmennaþjónustu sem samþykkt var af RI á löggjafarþinginu sl. vor. Ég vænti þess að verðandi forsetar og ritarar mæti vel á fræðslumótið og óska þeim alls hins besta í þessum undirbúningi.


Útlit síðu:

Tungumál:

English

Innskráning:

Innskráning