Heimasíðan og félagakerfið
Rétt er að undirstrika það að núna eiga ritarar klúbba að skrá heimsóknir gesta í klúbbinn í félagakerfið.
Enn og aftur minni ég á heimasíðuna. Ég hef haft fregnir af því að nokkrir klúbbar hafa ákveðið að helga einn fund heimasíðunni. Afhenda aðgangsorðin ef það hefur ekki þegar verið gert. Fara inn á síðuna með félögunum, gefa hverjum og einum kost á að athuga sínar persónuupplýsingar og leiðrétta ef upplýsingar eru rangar. Brjóta ísinn og hvetja félagana til að fara reglulega inn á síðunu og fylgjast með fréttum. Einnig er rétt að undirstrika það að núna eiga ritarar klúbba að skrá heimsóknir gesta í klúbbinn í félagakerfið. Það er mjög áríðandi að því sé fylgt eftir.
Vandaðar leiðbeiningar eru að finna hér: http://www.rotary.is/rotaryklubbar/thjonusta/felagakerfid-leidbeiningar/