Fréttir frá umdæmisstjóra

9.2.2009

Nýr rótarýklúbbur

Þann 26. febrúar nk. verður stofnaður nýr Rótarýklúbbur á Íslandi, Rótarýklúbburinn Þinghóll - Kópavogur. 

Móðurklúbbur hans er Rkl. Reykjavík Breiðholt.  Undirbúningur hins nýja klúbbs hefur staðið yfir um nokkurt skeið en gengið hratt og örugglega fyrir sig.  Fjöldi stofnfélaga er um 35 og fyrsti forseti hans er Guðmundur Þormar Jónasson, matsveinn, en bráðabirgðastjórn var kosin á fundi undirbúningshópsins í janúar sl

Stofnun nýs Rótarýklúbbs á Íslandi er sannarlega fagnaðarefni, bæði vegna fjölgunar í Rótarýhreyfingunni og vegna þess að um er að ræða 30. klúbbinn á Íslandi. Skilyrði Rotary International fyrir því að umdæmi ,,standi undir nafni" sem sjálfstætt umdæmi er að í því séu að lágmarki 30 klúbbar.  Þetta er nú staðreynd og um leið og við bjóðum nýja Rótarýfélaga velkomna óskum við Rkl. Þinghóli - Kópavogur innilega til hamingju og óskum klúbbnum velfarnaðar.


Útlit síðu:

Tungumál:

English

Innskráning:

Innskráning