Fréttir frá umdæmisstjóra

2.12.2010

Klúbbheimsóknir – einstaklega skemmtilegar og fræðandi

Heimsóknum umdæmisstjóra í klúbbana lauk 18. nóvember með heimsókn í heimaklúbb minn Rótarýklúbbinn Borgir í Kópavogi. Móttökur hafa verið til fyrirmyndar og vil ég þakka fyrir það. Um það leiti er ég var að hefja heimsóknirnar sagði forveri minn, Sveinn H. Skúlason að nú væri að hefjast hjá mér skemmtilegasti hluti starfsins.

Nú þegar heimsóknunum er lokið get ég ekki annað en tekið undir þessi orð Sveins að vísu með þeim fyrirvara að enn eru eftir sjö mánuðir af starfstímanum. Heimsóknirnar hafa verið ákaflega ánægjulegar fyrir okkur hjónin. Við höfum hitta fjölda af skemmtilegum rótarýfélögum og átt með þeim ánægjulegar samverustundir og samræður um rótarýmál og annað. Allir klúbbarnir eiga sér sínar hefðir og siði og það gerir heimsókn í hvern klúbb sérstaka. Þessar heimsóknir eru mikilvægar fyrir umdæmisstjórann sem þannig kemst í betri tengsl við klúbbana og klúbbstarfið og að sama skapi einnig fyrir klúbbana sem komast í betri tengsl við umdæmisstjórann, fá upplýsingar um starfsemi umdæmisins og möguleika á að koma á framfæri fyrirspurnum, ábendingum eða athugasemdum um starfsemi umdæmisins eða rótarý almennt.


Útlit síðu:

Tungumál:

English

Innskráning:

Innskráning