Fréttir frá umdæmisstjóra

27.9.2015

Nýir rótarýfélagar - Nýir rótarýklúbbar

Þó mikilvægt sé að efla og styrkja starfið í rótarýklúbbunum þá er einnig mikilvægt að kynna Rótarý fyrir þeim sem utan hreyfingarinnar standa og fá þá til að huga að inngöngu í rótarýklúbb. Hver félagi í rótarýklúbbi ætti að hafa það sem markmið að afla nýs félaga í klúbbinn og þar með styrkja og efla hann. Með nýjum félaga koma ný sjónarmið.
Það er ekki síður mikilvægt til eflingar Rótarý að fylgja eftir þeim áhuga sem finnst um stofnun nýrra klúbba.
"Ég verð var við slíkan áhuga bæði á höfuðborgarsvæðinu og úti um land. Ég mun reyna að fylgja þessu eftir í samstarfi við félagaþróunarnefndina og einstaka klúbba. Það væri mjög ánægjulegt ef við gætum stofnað einn rótarýklúbb á starfsárinu.
Nú bið ég alla rótarýfélaga að vera með í því að efla Rótarý með því að fá nýja félaga í sinn klúbb og vera vakandi fyrir því að huga að stofnun nýrra klúbba í nærumhverfi sínu," segir Magnús B. Jónsson umdæmisstjóri.

Útlit síðu:

Tungumál:

English

Innskráning:

Innskráning