Fréttir frá umdæmisstjóra
23 klúbbar styrktu Rótarýsjóðinn
Klúbbar umdæmisins hafa yfirleitt staðið sig mjög vel í að styrkja starfsemi Rótarýsjóðsins. Á síðasta tímabili sendu 23 klúbbar framlag til sjóðsins. Á þessum tímapunkti hafa aðeins tveir klúbbar gengið frá framlagi sínu fyrir þetta tímabil.
Flestir klúbbanna gera ráð fyrir framlagi til Rótarýsjóðsins í fjárhagsáætlun sinni. Forseta klúbbanna eru hér með beðnir um að athuga hvernig staðan er í hverjum klúbbi. Það er ekki aðalatriði hversu há upphæðin er, hitt er þýðingarmikið að sýna hinn táknræna stuðning með því að sem flestir klúbbanna sendi framlag, helst allir.