Fréttir frá umdæmisstjóra
Árgjöldin fyrri hluti - áminning til forseta/ritara/gjaldkera
Skrifstofa umdæmisins vill minna á greiðslur á fyrri hluta gjalda (júlí-desember) til íslenska umdæmisins og Rotary International.
Flestir klúbbar hafa nú þegar greitt en skrifstofunni hefur borist netpóstur frá alþjóðaskrifstofunni þar sem vakin er athygli á því að greiðsla hafi ekki borist frá nokkrum klúbbum í umdæminu. Greiðslan til alþjóðahreyfingarinnar fer fram í gegnum heimasíðuna rotary.org og ef einhver er í vafa um hvernig það er gert getur Margrét Sigurjónsdóttir skrifstofustjóri leiðbeint um þá framkvæmd.