Fréttir
  • Svala og Sólveig

19.11.2012

Nýir félagar og staða atvinnumála

Tvær konur teknar inn í klúbbinn og Orri Hauksson með erindi.

Svala Guðmundsdóttir og Sólveig Hjaltadóttir voru teknar inn í Rótarýklúbbinn Görðum í dag. Þá hélt Orri Hauksson, framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins, erindi um stöðu atvinnumála og tækifæri fyrir Íslendinga til að auka hagsæld á Íslandi.

Bjarni Jónasson, forseti klúbbsins, stýrði athöfninni þegar Svala Guðmundsdóttir og Sólveig Hjaltadóttir voru teknar inn í klúbbinn. Meðmælandi Svölu var Vilhjálmur Bjarnason og meðmælandi Sólveigar var Unnur Valborg Hilmarsdóttir.

Orri HaukssonÞá flutti Orri Hauksson erindi um atvinnumál á Íslandi og ýmis tækifæri sem Íslendingar eiga í þeim efnum. Hann fjallaði um ýmis náttúruleg gæði, lífsskilyrði og ýmiss konar hvata, s.s. í menntakerfi, skattakerfi og lífeyriskerfi og velti upp spurningum um hvernig við ætluðum að nota þessi kerfi o.fl. okkur til hagsbóta á Íslandi.