Fréttir frá umdæmisstjóra
  • Þóra EInarsdóttir

12.12.2012

Stórtónleikar Rótarý 4. janúar

Þóra Einarsdóttir og Gissur Páll Gissurarson syngja

Árlegir stórtónleikar Rótarý verða haldnir í Salnum, Kópavogi,  föstudaginn 4. janúar 2013 og hefjast  tónleikarnir kl. 20.
Í ár eru það óperusöngvararnir Þóra Einarsdóttir, sópran og Gissur Páll Gissurarson, tenór, sem munu heiðra okkur með magnaðri tónlistarveislu. Meðleikari þeirra er Jónas Ingimundarson.

Þóra EInarsdóttir Gissur Páll Gissurarson   Jónas Ingimundarson Sigurður Pálsson
Þóra, Gissur, Jónas og Sigurður

Fjölnir PálssonMatthías I. SigurðssonÍ haust var auglýst eftir styrkþegum úr Tónlistarsjóði Rótarý og sóttu 19 ungir tónlistarmenn um styrk. Að þessu sinni var ákveðið að veita tvo styrki og hefur stjórn Tónlistarsjóðsins ákveðið að styrkina hljóti þeir Fjölnir Ólafsson, baritonsöngvari og Matthías Ingiberg Sigurðsson, klarinettuleikari og tónsmiður. Þeir munu báðir koma fram á tónleikunum og miðað við það sem til þeirra hefur heyrst, verða tónleikagestir ekki fyrir vonbrigðum.

Sigurður Pálsson, skáld og rótarýfélagi, sló í gegn sem kynnir á tónleikunum fyrir ári síðan og hefur gert okkur þann greiða, að vera kynnir aftur núna. Í hléi verður að vanda boðið upp á freyðivín og konfekt.

Miðasala fer fram frá og með 7. desember  í gegnum aðgang Rótarýfélaga að midi.is og salurinn.is og í miðasölu Salarins kl. 12-17 á virkum dögum. Auðvitað er öllum frjálst að bjóða vinum og vandamönnum miðakaup á meðan húsrúm leyfir. Eru félagar því hvattir til að ganga frá þeim kaupum fyrr en seinna. Miðarnir eru númeraðir í sæti. Miðaverð er kr. 4.900.-

Slóðin til að kaupa miða með rafrænum hætti er þessi:
https://midi.is/sale/tickets.aspx?s=%2fImKipYAViwYfNNrMVaOeCqclT2GIwSq18B%2fUVPD3zZ2YqSj4c5MbUI9mqfQ1afFDelnqdqmQPxtulB2LxImxA%3d%3d

Eins og undanfarin ár munu Rótarýfélagar mæta prúðbúnir til tónleikanna og er að skapast hefð fyrir því, að margir félagar mæti í smóking þetta kvöld.

Góðir rótarýfélagar, ég skora á ykkur að mæta á þennan menningarviðburð og gera  tónleikana sem glæsilegasta með góðri þátttöku. Sjáumst í Salnum 4. janúar.

Kristján Haraldsson umdæmisstjóri.


Útlit síðu:

Tungumál:

English

Innskráning:

Innskráning