Fréttir frá umdæmisstjóra
  • Rotthing_GG_2010_kvold_109_gb

18.6.2010

Þakkað fyrir gott starf

Gunnhildur Sigurðardóttir, Rótáryklúbbi Hafnarfjarðar og Björn Dagbjartsson, Rótarýklúbbi Reykjavík- Austurbær, fengu afhenta Paul Harris orðu með einum safírsteini. Klúbbarnir þeirra sameinuðust um umfangsmikið verkefni í Kimberley í Suður-Afríku, sem var að byggja dagheimili fyrir börn foreldra sem greinst hafa með eyðnisjúkdóminn. Um er að ræða 470 m² hús sem þjónar 200 börnum yfir daginn. Síðan fá 350 - 400 börn stuðning í húsinu hvern dag eftir að skóla líkur þar til foreldrar ljúka vinnu.

Þetta er stærsta einstaka verkið sem íslenskir rótarýklúbbar hafa tekið að sér og var unnnið undir merkjum „Matching Grant“ áætlunar Rotary International, þ.e. áætlun um gagnkvæmt framlag klúbbs eða klúbba og Rotary International í sameiginlegu verkefni. Húsið var tekið í notkun haustið 2008 og var heildarkostnaður verksins 190 þúsund dollarar, eða um 24 milljónir íslenskra króna á núverandi gengi. Gunnhildur átti hugmyndina að verkefninu og kynnti það í Rkl. Hafnarfjarðar sem ákvað síðan að takast á við áskorunina. Nokkru seinna ákvað Rkl. Reykjavík -Austurbær að taka einnig þátt og saman luku þeir verkefninu. Samstarfsklúbbur þeirra var Rótarýklúbburinn Kimberley –Suður, í Suður Afríku. Björn Dagbjartsson var mjög ötull við öll erlend samskipti, annaðist bréfaskrif við Rótarýsjóðinn og samstarfsklúbbinn í Suður Afríku. Björn þekkir vel til á þessu svæði, enda sendiherra í Afríku um nokkurra ára skeið. Hugmyndin kviknaði hjá Gunnhildi þegar hún starfaði í Suður Afríku á sínum tíma sem hjúkrunarfræðingur.

Þessir góðu einstaklingar hlutu Paul Harris orðuna fyrir sinn stóra þátt í að láta þetta verkefni verða að veruleika. Stórhugur þeirra sem að komu og framkvæmdin öll var ekki síður klúbbum þeirra og félögum til mikils sóma. Þakkir til þeirra sem komu að verkefninu, þeirra allra er heiðurinn.

Útlit síðu:

Tungumál:

English

Innskráning:

Innskráning