Fréttir frá umdæmisstjóra

21.9.2009

Heimsóknir umdæmisstjóra til klúbbanna

Ein helsta skylda umdæmisstjóra hverju sinni er að heimsækja alla klúbba umdæmisins. Af hendi RI teljast þessar heimsóknir skylduverkefni og er ætlað að styrkja tengslin á milli yfirstjórnar umdæmisins og hinna ýmsu klúbba.

Að uppfylla skyldu þarf ekki að vera leiðinlegt verkefni, þvert á móti er reynslan sú að heimsóknirnar eru það sem stendur uppúr í huga fráfarandi umdæmisstjóra að umdæmisárinum loknu. Það er einstaklega ánægjulegt að heimsækja klúbbana Fá alls staðar frábærar móttökur og mynda tengsl sem geta varað þann tíma sem viðkomandi aðilar eiga eftir ólifað. Það að upplifa mismunadi áherslur, baráttuanda og skynja þá vináttu sem ríkir meðal félaganna er ómetanlegt. Ég hef þegar þetta er skrifað heimsótt 8 klúbba. Vissulega er flóran mismunandi. Klúbbarnir eru mismunandi að stærð. Sumir eru í harðri varnarbaráttu vegna ýmissa ytri aðstæðna heima í héraði. Aðrir eru á fleygiferð og félögum fjölgar. Eitt er þó sammerkt með öllum klúbbunum, Rótarýhugsjónin lifir og hvergi eru menn tilbúnir til að gefast upp.


Útlit síðu:

Tungumál:

English

Innskráning:

Innskráning