Fréttir frá umdæmisstjóra

14.9.2010

Sjö ungmenni fóru í sumarbúðir Rótarýs erlendis

Æskulýðsnefnd umdæmisins berast árlega allmörg boð um þátttöku í sumarbúðum erlendis eða stuttum ferðum sem skipulagðar eru af rótarýklúbbum víða um heim. Í sumar fóru sjö íslensk ungmenni í sumarbúðir á vegum íslenskra rótarýklúbba.

Andrea Ósk Sigurbjörnsdóttir fór til Tyrklands á vegum Rkl. Garða, Anna Þuríður Pálsdóttir til Belgíu á vegum Rkl. Mosfellssveitar, Ásdís Björk Gunnarsdóttir til Frakklands á vegum Rkl. Borga Kópavogi, Jóhanna Kristín Andrésdóttir til Taiwan á vegum Rkl. Mosfellssveitar, Jóhannes Hilmarsson til Ítalíu á vegum Rkl. Seltjarnarness, Sigurlaug Guðrún Jóhannsdóttir til Ítalíu á vegum Rkl. Reykjavíkur-Breiðholts og Sveinn Einarsson til Þýskalands á vegum Rkl. Garða.
Oftast eru um tveggja vikna dvöl að ræða og greiða þátttakendur fargjald á staðinn.
Umsóknarfrestur er mismunandi á tímabilinu mars til maí en æskulýðsnefnd sendir allar upplýsingar til klúbbanna um leið og þær berast.

Sjá nánar hér: www.rotary.is/ungmennastarf/sumarbudir


Útlit síðu:

Tungumál:

English

Innskráning:

Innskráning