Fréttir frá umdæmisstjóra

29.3.2010

Félagaþróun - 1230 félagar

Rótarýhreyfingin á í vandamálum með að viðhalda félagafjölda sínum í hinum vestræna heimi. Á okkar svæði, svæði 16, hefur einungis orðið félagafjölgun í tveim umdæmum á þessu tímabili.

Á það við frá 1. júlí 2009, þegar núverandi tímabil hófst, til 28. febrúar 2010. Í okkar umdæmi, umdæmi 1360 hefur samkvæmt skráningu RI fjölgað um 49 félaga og hjá umdæmi 2290, sem er Litháen hefur fjölgað um 30 félaga á sama tíma. Samkvæmt upplýsingum RI voru félagarnir 1186 í lok febrúar‚ í þessari tölu eru einungis greiðandi félagar. Heiðursfélagar Rótarýklúbbanna á Íslandi eru 44 og samkvæmt því er heildafjöldi Rótarýfélaga í umdæminu 1230. Glæsilegur árangur og til hamingju með það.Markmiðið er 1200 greiðandi félagar í lok tímabilsins. Ef nýir félagar hafa bæst í hópinn, eða eiga eftir að gera það, munið að skrá þá strax á heimasíðu okkar og á rotary.org.


Útlit síðu:

Tungumál:

English

Innskráning:

Innskráning