Fréttir frá umdæmisstjóra
Rótarý Zone Institute í Álaborg
Rótarýklúbbum í
heiminum er skipt niður á 34 svæði (Zone) en íslenska umdæmið tilheyrir svæði
16. Einu sinni á ári eru skipulagðir fræðslufundir á vegum þessara svæða (Zone
Institute), sem umdæmisstjóri og verðandi umdæmisstjóri sækja og stundum
formenn einstakra nefnda umdæmisins. Fundurinn í ár var haldinn í Álaborg í
Danmörku dagana 8.-10. október og sóttu umdæmisstjóri Margrét Friðriksdóttir og
verðandi umdæmisstjóri Tryggvi Pálsson fundinn ásamt mökum.
Yfirskrift fundarins var „The future of Rotary“. Barry Matheson director fyrir svæði 16 lagði annars vegar áherslu á hina nýju þjónustuleið Ungmennaþjónustu (New Gererations) og hins vegar á þær breytingar sem eru að verða á Rótarýsjóðnum og taka gildi 2013. Í tengslum við fundinn var sérstakur fræðslufundur fyrir verðandi umdæmisstjóra GETS (Governor Elect Training Seminar). Þá sótti Ólafur Helgi Kjartansson formaður Rótarýsjóðsnefndar umdæmisins sérstakan fund um Rótarýsjóðinn.