Fréttir frá umdæmisstjóra
Tveir klúbbar eiga stórafmæli í mars
Rótarýklúbbur Seltjarnarness fagnar 40 ára afmæli sínu 20. mars og Rótarýklúbbur Mosfellssveitar 30 ára afmæli sínu þann 17. mars.
Klúbbarnir munu halda sameiginlegan afmælisfagnað 25. mars en Rkl. Seltjarnarness er móðurklúbbur Mosfellssveitarklúbbsins. Umdæmisstjóri sendi öllum klúbbfélögum innilegar hamingjuóskir í tilefni afmælisins.