Fréttir frá umdæmisstjóra

27.9.2015

Stefnuskrá alþjóðaforseta

Klúbbar geta fengið viðurkenningu nái þeir markmiðum sínum

Alþjóðaforsetinn K.R. “Ravi” Ravindran hefur sett fram sína stefnuskrá „Prestidential Citation“. Þar er að finna þau markmið og verkefni sem hann ætlast til að klúbbarnir tileinki sér og takist á við á þessu starfsári. Stefnuskránni var dreift á fræðslumótunum. Umdæmisstjóri hefur látið þýða hana á íslensku og verður henni dreift til klúbbanna innan tíðar. Þeir klúbbar sem ná að uppfylla ákveðinn hluta af markmiðum og verkefnum stefnuskrárinnar fá síðan sérstaka viðurkenningu alþjóðaforseta fyrir árangursríkt starf á árinu 2015-16.
 Í stefnuskránni eru nákvæmar leiðbeiningar um hvað klúbbar þurfa að inna af hendi til þess að fá viðurkenningu.
Hingað til hefur umdæmisstjóri safnað inn gögnum um hvernig klúbbar hafa náð markmiðum og unnið að verkefnum sem alþjóðaforseti hefur sett sem skilyrði fyrir viðurkenningu sinni. Nú er þetta með öðrum hætti. +
Nú eiga öll skil að fara beint frá klúbbunum. Allar upplýsingar skulu sendast rafrænt beint til svæðisskrifstofu Rótarý í Zürich um heimasíðu RI, www.rotary.org. Þetta þýðir að allir forsvarsmenn klúbba þurfa að sækja sér aðgang að My Rotary til þess að geta sinnt þessum verkefnum.
Umdæmisstjóri kemur því ekki beint að þessu málum en ber að fylgjast með og veita aðstoð.
Það verður þó gert ef klúbbar óska þess. Umdæmisstjóri mun fylgja þessu betur eftir í kjölfar þess að hin íslenska útgáfa stefnuskrárinnar verður send út.
Sjá nánar hér: https://www.rotary.org/myrotary/en/news-media/office-president/presidential-citation

Útlit síðu:

Tungumál:

English

Innskráning:

Innskráning