Fréttir frá umdæmisstjóra

19.4.2011

Löggjafaþing RI árið 2013 - tillögugerð

Næsta löggjafaþing Rótarýhreyfingarinnar verður haldið árið 2013. Tillögum fyrir þingið þarf að skila fyrir árslok 2011. Ef íslenska umdæmið og/eða einstakir rótarýklúbbar hafa áhuga á að leggja fram tillögu þarf að samþykkja hana á umdæmisþingi í október n.k.
Farið er fram á að hvert umdæmi sendi helst ekki inn nema eina tillögu. Á fundi í umdæmisráði 12. apríl sl. lagði Guðmundur Björnsson Rkl. Keflavíkur og fulltrúi Rótarýumdæmisins á Íslandi á löggjafarþinginu 2013  fram hugmyndir varðandi tillögur að lagabreytingum. Á fundinum var samþykkt að Guðmundur gerði drög að formlegri tillögu um „lækkun árgjalds fyrir eftirlaunaþega og ungt fólk“. Við vitum að kostnaður er ein af ástæðum þess að erfiðlega gengur að ná í yngra fólk og að eftirlaunaþegar hætta jafnvel fyrr en ella af sömu ástæðu. Ef einstaka rótarýklúbbar hafa áhuga á að leggja fram tillögu er þeim bent á að hafa samband við Guðmund Björnsson gudmund@hs.is.

Útlit síðu:

Tungumál:

English

Innskráning:

Innskráning