Fréttir frá umdæmisstjóra

5.8.2009

The Long Island Orchestra

Hljómsveit 50 ungra snillinga, á aldrinum 13-18 ára sótti Ísland heim í lok júlí. Hljómsveit þessi er skipuð afburðarnemendum í hljóðfæraleik frá Long Island, New York. Hljómsveitin starfar í samstarfi við Long Island University og var í sinni 47 hljómleikaferð um heiminn. Núna var ferðast um Kanada og norðurlöndin Sem dæmi um gæði hljómsveitarinnar þá spilar hún árlega í Carnegie Hall, nú síðast 1. apríl 2009. Það hefur skapast sú hefð að Rótarýhreyfingin annast undirbúning hljómleikanna í hverju landi.

Haldnir voru tónleikar í Langholtskirkju þann 24. júlí og í Skálholti, á Skálholtshátíð þann 26. júlí. Tónleikarnir í Langholtskirkju voru ekki vel sóttir, en vel var mætt á tónleikana í Skálholti. Mikil ánægja kom fram meðal tónleikagesta og þeirra sem standa að Skálholtshátíð með framlag hljómsveitarinnar og Rótarýs á Íslandi


Útlit síðu:

Tungumál:

English

Innskráning:

Innskráning