Aðstoðarumdæmisstjórar
Ég vil vekja á því athygli að það eru þrír aðstoðarumdæmisstjórar í okkar umdæmi.
Skipun aðstoðarumdæmisstjóra hefur verið við lýði hjá okkur í nokkur ár en embættið
er ennþá í mótun.
Þeir þrír sem nú gegna þessum embættum eru Guðni Gíslason Rótarýklúbbi Hafnarfjarðar, Karl Skírnisson Rótarýklúbbnum Borgum í Kópavogi og Sigríður Munda Jónsdóttir Rótarýklúbbi Ólafsfjarðar. Á fundi þeirra með umdæmisstjóra 6. ágúst sl. var m.a. farið yfir skiptingu klúbbanna á aðstoðarumdæmisstjórana og rætt um helstu verkefni næsta starfsárs. Aðstoðarumdæmisstjórar stefna að því að heimsækja alla klúbba á sínu svæði á árinu og vil ég hvetja stjórnir klúbbanna til að nýta sér krafta þeirra til stuðnings starfinu.