Fréttir frá umdæmisstjóra

23.12.2009

Framlag til Rótarýsjóðsins - 23 af 29 klúbbum styrkja sjóðinn

Framlag klúbba í umdæmi 1360 til Rótarýsjóðsin tímabilið 2008 – 2009 voru 32.297,67 dollarar. 23 af 29 klúbbum sendu framlag til sjóðsins, sem var mjög góður árangur.

Framlag hvers klúbbs var mjög mismunandi á félaga. Umdæmisráð hefur lagt megináherslu á að allir klúbbar taki þátt og upphæð framlags sé ekki aðalatriðið. Við gerum okkur grein fyrir að á tímum sem þeim sem við lifum nú, er það í raun kraftaverk ef klúbbarnir geta lagt Rótarýsjóðnum lið. Fyrir nokkrum dögum bárust okkur upplýsingar frá sjóðnum um hvaða þrír klúbbar í umdæminu höfðu lagt til hæsta framlagið á félaga. Framlag Rkl. Keflavíkur er hæst með 102,33 dollara á félaga. Þá kom Rkl. Selfoss með 77,5 dollara á félaga og númer þrjú var Rkl. Akraness með 57,95 dollara á félaga. Þessir klúbbar hafa alltaf staðið sig einstaklega vel hvað framlög til Rótarýsjóðsins varðar og slógu ekkert af þótt við værum í miðri kreppu. Í janúar mun klúbbunum verða afhentur fáni til staðfestingar á afreki sínu.


Útlit síðu:

Tungumál:

English

Innskráning:

Innskráning