Fréttir frá umdæmisstjóra

21.10.2010

Rótaract  og íslenskir rótarýfélagar á leið til Indlands

Rótaract  og íslenskir rótarýfélagar á leið til Indlands

Í undirbúningi er að félagar úr Rótaractklúbbnum Geysi ásamt öðrum Rótarýfélögum sláist í för með alþjóðlegum hópi til Indlands í febrúar nk. Fararstjóri ferðarinnar er Elias Thomas III sem var fulltrúi forseta Rotary International á umdæmisþinginu. Flogið verður til Nýju Delhi en þátttakendur verða að vera komnir til Delhi fyrir 8. febrúar og lýkur ferðinni 21. febrúar.
Tilgangur ferðarinnar er að taka þátt í bólusetningarátaki Rotary við lömunarveiki (polio) og aðstoða við að byggja stíflu sem þjóna á þorpum og nágrannasveitum. Meðan dvalið er í Indlandi gefst nægur tími til að skoða sig um og fara á nokkra áhugaverða staði  svo sem Jaipur, Varanasi og Agra og er það hluti af dagskránni.  Ferðinni er lýst á heimasíðu www.eliasthomas.com og má þar finna allar upplýsingar. Hægt er síðan að senda fyrirspurnir á netfangið inbound@hipoints.com og hafa má samband við  Rotaract klúbbinn Geysi (stjorn@rotaracticeland.com) eða Rannveigu Gunnarsdóttur í Rótarýklúbbnum Reykjavík Miðborg (rannveig.gunnarsdottir@lyfjastofnun.is). Þeim sem hafa áhuga á að taka þátt er bent á að gera það sem fyrst þar sem margt þarf að skipuleggja fyrir slíka ferð eins og að panta flugfar, sækja um vegabréfsáritun og láta bólusetja sig í tíma.

Útlit síðu:

Tungumál:

English

Innskráning:

Innskráning