Fréttir frá umdæmisstjóra
  • Umdstj_Breidholt_07_vef_GG

14.9.2010

Heimsóknir umdæmisstjóra til klúbbanna.

Árlegar klúbbheimsóknir umdæmisstjóra eru nú í fullum gangi. Af hálfu RI eru heimsóknir umdæmisstjóra til klúbbanna hugsaðar til að styrkja tengslin á milli umdæmisins og klúbbanna og til að flytja boðskap og áherslur alþjóðaforsetans út til félaganna.

Umdstjori_arbaer-14_vef_GGVið Eyvindur höfum nú heimsótt 8 klúbba og það eru forréttindi að fá tækifæri til að sitja fundi Rótarýklúbba um allt land. Móttökur hafa í alla staði verið til fyrirmyndar og það er ánægjulegt að kynnast því öfluga starfi sem í gangi er í klúbbunum. Þrátt fyrir að klúbbstarfið byggi á ákveðinni formfestu og hefðum er fjölbreytileikinn mikill á milli klúbba.

 Við hlökkum til áframhaldandi heimsókna og erum nú að undirbúa hringferð um landið þar sem við munum heimsækja 7 klúbba á landsbyggðinni.


Útlit síðu:

Tungumál:

English

Innskráning:

Innskráning