Fréttir frá umdæmisstjóra
Viðurkenningar Rotary International
Þann 5. febrúar sl. sendi undirrituð erindi til forseta og ritara varðandi viðurkenningar Rotary International vegna a) framúrskarandi verkefnis á yfirstandandi Rótarýári (Significant Achievement Award), og b) sérstakra verkefna (Presidential Citation) í tengslum við framkvæmd markmiða alþjóðlegs forseta RI, D.K. Lee á grundvelli einkunnarorðanna, Látum drauma rætast.
Í fyrrgreindu erindi frá 5. febrúar eru nánari skilgreiningar á viðurkenningum þessum.