Fréttir frá umdæmisstjóra

26.2.2010

Ráð og nefndir

 

Á vegum umdæmisins, að slepptu umdæmisráði, starfa á hverjum tíma um 20 nefndir og stjórnir sjóða. Ef taldir eru með einstakir fulltrúar ákveðinna verkefna, þar sem einungis er tilnefndur einn til starfans er um 33 að ræða, þ.e. nefndir, stjórnir og einstök verkefni. Í hverri nefnd og í sjóðum á að stefna að að hafa 5 fulltrúa. Fimm þessara nefnda eru skyldunefndir :

Starfshópaskiptanefnd, Friðar og námstyrkjanefnd, Fjáröflunarnefnd, Pólíó Plús nefnd og Rótarýsjóðsnefndin sem formenn þessara nefnda sitja í, en formaður Rótarýsjóðsnefndarinnar er skipaður sérstaklega.

Síðan eru það hinar ýmsu þjónustunefndir:

Alþjóðaþjónustunefnd, Samfélagsþjónustunefnd, Starfsþjónustunefnd, Umhverfisnefnd, Alþjóðleg samskiptanefnd, fulltrúi vegna vatnsverkefna, ólæsis og heilbrigðis/hungurs.

Formenn hverrar nefndar eru tilkynntir til Rotary International og eru þar með tengiliðir og fá allar upplýsingar um viðkomandi málaflokka. Oft er það þannig að sumar þessara nefndar eru óvirkar árum saman, þ.e. ef engin sérverkefni koma upp þeim tengdar.

Ákveðið hefur verið að gera þá breytingu að setja á laggirnar nefnd sem mun bera heitið „Þjónustu –og verkefnanefnd“. Í henni munu sitja fulltrúar þeirra nefnda sem áður sinntu hlutverki hinna ýmsu þjónustunefnda. Ef verkefni fer á stað þá yrði skipaður vinnuhópur um tiltekið verkefni undir formennsku þess aðila sem situr í Þjónustu og verkefnanefndinni fyrir það verkefni sem við á í hvert sinn. Einnig sitja í nefndinni fulltrúar vatns, ólæsis og heilbrigðis/hungurs.

Frekari breytingar eru þær að Félagaþróunarnefnd og Útbreiðslunefnd verða sameinaðar og Fræðslunefnd mun taka til starfa undir formennsku umdæmisleiðbeinanda. Vefsíðu og Ritnefnd munu verða sameinaðar þegar núverandi vefsíðunefnd hefur lokið gerð heimasíðunnar.

Æskulýðsnefnd mun starfa áfram í óbreyttri mynd einnig Fjárhagsráð. Valnefnd hefur ákveðinn sess í lögum RI og mun því starfa óbreytt. Engar breytingar verða á stjórn Styrktar og verðlaunasjóðs enda gildir um starfsemi sjóðsins sérstök reglugerð. Starfsemi Tónlistasjóðs verður óbreytt.

Eftir þessar breytingar munu fastanefndir umdæmisins verða 14 í stað 20 eins og fyrr sagði og fulltrúum einstakra verkefna fækkar í 10. Þannig að áðurnefndur fjöldi nefnda, stjórna og einstaklinga í sérstökum verkefnum, uppá 33, fækkar í 24.

Sama hugsun er að baki þessum breytingum og breytingunum á formóti og umdæmisþingi, að gera starfið allt sveiganalegra og markvissara.


Útlit síðu:

Tungumál:

English

Innskráning:

Innskráning