Fréttir frá umdæmisstjóra

2.12.2010

Heimsókn á umdæmisþing í Svíþjóð

Umdæmisstjóri ásamt maka sat umdæmisþing í umdæmi 2410 á Öland í suður-Svíþjóð dagana 21. til 25. október.

Umdæmisstjóri þar er Mikael Ahlberg en hann og kona hans Carlotte sátu umdæmisþing okkar í Kópavogi 15. og 16. október sl. Yfirskrift þingsins var „Frigör kraften“ eða leysum úr læðingi kraftinn innan rótarý. Á þinginu voru flutt fróðleg erindi m.a. um uppbyggingu á náms- og vinnuúrræði fyrir ungt fólk sem lent hefur út af sporinu sem styrkt er af rótarý. Þá var fjallað um ýmis rótarýmálefni auk þess sem fram fóru hefðbundin þingstörf með árskýrslu liðins árs og afgreiðslu ársreikninga. Það var ángæjulegt að fá tækifæri til að sitja þetta umdæmisþing fyrir hönd norrænu umdæmanna og sjá og finna þann samhljóm sem var við okkar þing.


Útlit síðu:

Tungumál:

English

Innskráning:

Innskráning