Haustþing í Kópavogi 15. og 16. október
Þau nýmæli eiga sér nú stað að umdæmisþingið verið haldið á haustdögum, á fyrri hluta starfsárs okkar, í stað þess að ljúka starfsárinu í júní með umdæmisþingi. Það er okkur í Rótarýklúbbnum Borgum í Kópavogi mikil ánægju að bjóða ykkur velkomin til 65. Umdæmisþings Rótarýhreyfingarinnar á Íslandi sem fram fer í Kópavogi 15. og 16. október. Dagskrá þingsins sem er öll hin glæsilegasta er komin á heimasíðu umdæmisins rotary.is. Dagskráin er með breyttu sniði þar sem hluti formóts hefur verið sameinaður undirbúningsfræðslunni (PETS) og því gefst meira svigrúm til skemmtilegra erinda, umræðna og ógleymanlegra samverustunda. Ítrekið þessar dagsetningar á klúbbfundum og hvetjið alla félaga til að mæta, ekki bara forseta og ritara.