Fréttir frá umdæmisstjóra
  • Hluti GSE hópsins 2004

13.11.2009

Starfshópaskipti Rótarý (GSE)

Rótarýhreyfingin skipuleggur gagnkvæmar heimsóknir milli ungs fólks úr atvinnulífunu og er þetta hluti af menntunarstarfi Rótarýsjóðsins. Þá skiptast tvö umdæmi á fjögurra manna hópum sem dveljast 4-5 vikur í gestgjafalandinu og kynna sér atvinnulíf og menningu þess. Skiptin eru annað hvert ár og taka yfir 400 hópar þátt hverju sinni. Þátttakendur eru á aldrinum 25-40 ára og mega ekki vera rótarýfélagar eða börn eða tengdabörn rótarýfélaga.

GSE hópurinn 2004Starfshópaskiptin eiga að vera annað hvert ár. Fara átti til Norður Noregs vorið 2008, en sú ferð féll niður vegna þess að ekki fengust nógu margir þátttakendur til leiks. Á vordögum 2010 er stefnt til Kansas, vesturhluta fylkisins. Í mánuðinum var auglýst eftir þátttakendum. Enn er ekki búið að fylla hópinn en við leggjum allan metnað okkar í að ferðin verði farin. Fjórir einstaklingar fara og er ferðin þeim að kostnaðarlausu að slepptum vasapening. Að auki fer með sem fararstjóri reyndur rótarýfélagi. Um er að ræða fjögurra vikna ferð og í hugum margra er það langur tími til að vera fjarri fjölskyldu og ef til vill hafa með ferðinni áhrif á hve langt sumarfrí viðkomandi getur átt með sínum nánustu. Starfshópaskiptin eru ætluð einstaklingum með háskólamenntun og með tveggja ára starfsreynslu. Viðkomandi má ekki hafa nein tengsl inn í rótarýhreyfinguna, hvorki vera félagi eða tengjast rótarýfélaga nánum fjölskylduböndum. Hugsunin er að færa út til sem flestra rótarýhugsjónina og fyrirbyggja að við séum fyrst og fremst að styrkja afkomendur og nánustu ættingja til ferðar sem þessarar. Gegnsæi er það sem gildir.


Útlit síðu:

Tungumál:

English

Innskráning:

Innskráning