Starfshópaskipti – GSE
Jafn stór hópur fer á okkar vegum til Kansas. Í starfshópaskiptunum felst að einstaklingar sem hafa verið í tvö ár hið minnsta á vinnumarkaði og vinna í viðurkenndum starfsgreinum, gefst kostur á þátttöku. Þátttakendur heimsækja fyrirtæki og stofnanir þar sem þeirra starfsgrein starfar. Heimsóknir sem þessar eru á vissan hátt endurmenntun og einnig á ferðin að víkka sjóndeildarhring þeirra er til ferðarinnar veljast. Rétt er að það komi fram að þeir sem til ferðarinnar veljast mega ekki hafa nokkur tengsl við Rótarý. GSE nefndin á eftir að leita til margra klúbba eftir ýmiskonar aðstoð. Hvet ég klúbbana til að taka vel á móti óskum um aðstoð og efa reyndar ekki að svo verði.