Fréttir frá umdæmisstjóra
Rótaractklúbburinn Geysir eins árs
Þann 19. janúar minntist Rótaractklúbburinn Geysir þess að eitt ár er liðið frá stofnun klúbbsins. Þetta eina ár hefur verið ævintýri líkast. Félagar Geysis hafa tekið sér fyrir hendur ýmis verkefni. Verið virk í starfi umdæmisins, m.a. með sterkri þáttöku á EEMA ráðstefnunni í september síðastliðnum.
Einnig hafa félagar aðstoðað Æskulýðsnefnd umdæmisins myndarlega. Að auki hafa ýmis verkefni verið á dagskrá klúbbsins sem tengist áhugamálum og stemmningu líðandi stundar. Um 20 félagar, frábærlega hæfs ungs fólks tekur þátt í starfinu undir öruggri forystu Ingva Hrannars Ómarssonar og með styrkum stuðningi Rótarýklúbbsins Görðum í Garðabæ og Rótarýklúbbsins Borga í Kópavogi. Fulltrúar þessa klúbba, Halldóra Matthíasdóttir og Birna Bjarnadóttir hafa stutt félagana með ráðum og dáð.