Fréttir frá umdæmisstjóra
Stórtónleikar Rótarý í Salnum 7. janúar 2011
Miðasala hafin
Stjórn tónlistarsjóðsins hefur í samstarfi við Jónas Ingimundarson, félaga í Rkl. Reykjavíkur sett upp glæsilega dagskrá fyrir stórtónleika Rótarý sem fram fara í Salnum í Kópavogi föstudaginn 7. janúar nk.
Þetta eru fimmtándu stórtónleikarnir Rótarý og í sjöunda sinn sem tónlistarstyrkurinn verður afhentur. Tuttugu umsóknir bárust um styrk að þessu sinni. Miðasala hófst 1. desember og eru rótarýfélagar hvattir til að tryggja sér miða strax þar sem aðeins verða einir tónleikar að þessu sinni.
Rótarýfélagar og þeirra gestir hafa forgang að miðunum. Til að kaupa miða á miði.is þarf að fara á sérstaka slóð til að panta miða. Smelltu hér til að kaupa miða á netinu. Einnig er hægt að kaupa miða í afgreiðslu Salarins.