Þema mánaðarins er „félagaþróun og útbreiðsla“
Þema mánaðarins er „félagaþróun og útbreiðsla“. Það er vel við hæfi að byrja rótarýárið með félagana og félagafjölgun í huga. Hreyfing, sem byggð er upp á því að eiga virka félaga, mun ekki lifa lengi ef þeim félögum sem eru til staðar er ekki sinnt og stöðugt sé verið að leita leiða til að styrkja hópin. Þetta eru samtvinnuð verkefni og hvað þetta varðar verðum við alltaf vera á tánum. Það er merkileg staðreynd, að á tímum þeirra erfiðleika sem steðja að þjóðinni og á tímum þar sem frjáls félagasamtök berjast í bökkum, þá fjölgaði félögum í umdæminu okkar um 81, eða um 7%.
Er þá litið til þess að í gögnum RI eru félagar í umdæmi 1360 , 1. júlí 2008 1152. Í sömu gögnum frá RI eru félagarnir þann 30. júní 2009 reyndar 1141, eða fækkun um 11. Það merkilega er að samkvæmt síðustu útkeyrslu úr félagaskrá umdæmisins á heimasíðunni eru félagarnir 1237 að meðtöldum félögunum í nýja klúbbnum í Kópavogi, Þinghóli (37 félagar sem eru ekki í tölum RI frá 30. júní 2009).
Óskráðir félagar hjá RI
Þetta segir okkur að klúbbarnir hafa ekki skráð 59 nýja félaga (1200/1141) á félagaskrá RI. Ýmsar skýringar geta verið á þessu, en ég bið ykkur sem leiðið klúbbana í dag um að kippa þessu í liðinn á næstu dögum.