PETS - undirbúningsnámskeið viðtakandi forseta
Sérstakur gestur námskeiðsins verður Jan Willumsen frá Danmörku sem leiðir félagaþróunarmál á svæði 16 en Ísland er á því svæði Rótarýhreyfingarinnar.
Sérstakt vefsíðunámskeið fyrir viðtakandi ritara
Gert er ráð fyrir að halda sérstakt námskeið í tengslum við PETS fyrir viðtakandi ritara klúbbanna þar sem farið verður í notkun nýrrar vefsíðu umdæmisins. Um er að ræða sérstakt ritaranámskeið, að þessu sinni með það að markmiði m.a. að stuðla að virkni og notkun vefsíðunnar, en mestur hluti skráningamála klúbbanna í tölvukerfið hvílir á herðum ritara. Viðtakandi ritarar eru eindregið hvattir til að merkja við ofangreinda dagsetningu í dagbókum sínum.
Dagskrá ofangreindra námskeiða sendist viðtakandi forsetum og riturum innan tíðar.