Fréttir frá umdæmisstjóra

9.2.2009

PETS - undirbúningsnámskeið viðtakandi forseta

Viðtakandi forsetar klúbba eru minntir á sk. PETS námskeið sem haldið verður þann 14. mars í sóknarheimili Seljakirkju.  Mótið, sem hefst kl. 09:30 er til undirbúnings viðtakandi forsetum og mjög mikilvægt er að allir mæti. Farið verður yfir störf og skyldur klúbbforseta, sem og félagaþróunarmál.

Sérstakur gestur námskeiðsins verður Jan Willumsen frá Danmörku sem leiðir félagaþróunarmál á svæði 16 en Ísland er á því svæði Rótarýhreyfingarinnar. 

Sérstakt vefsíðunámskeið fyrir viðtakandi ritara

Gert er ráð fyrir að halda sérstakt námskeið í tengslum við PETS fyrir viðtakandi ritara klúbbanna þar sem farið verður í notkun nýrrar vefsíðu umdæmisins.  Um er að ræða sérstakt ritaranámskeið, að þessu sinni með það að markmiði m.a. að stuðla að virkni og notkun vefsíðunnar, en mestur hluti skráningamála klúbbanna í tölvukerfið hvílir á herðum ritara.  Viðtakandi ritarar eru eindregið hvattir til að merkja við ofangreinda dagsetningu í dagbókum sínum.

Dagskrá ofangreindra námskeiða sendist viðtakandi forsetum og riturum innan tíðar.

Útlit síðu:

Tungumál:

English

Innskráning:

Innskráning