Fréttir frá umdæmisstjóra
Vísa séra Hjálmars
Meðal ánægjulegustu starfa umdæmisstjóra er heimsóknir til allra klúbbanna. Í heimsókninni til Rótarýklúbbs Reykjavíkur gerði séra Hjálmar Jónsson grein fyrir fundarsókn sem ritari klúbbsins. Hann nefndi mætingarprósentuna en bætti svo við:
„Ágæt mæting er hér nú
og allur matur bættur.
Ástæðan er eflaust sú
að umdæmisstjóri er mættur.“