Fréttir frá umdæmisstjóra

29.3.2010

Níundi íslenski Friðarstyrkþeginn

Friðarstyrk RI (Rotary World Peace Fellowship) hefur verið úthlutað í níu skipti. Umdæmi 1360 er eina umdæmið í heiminum sem hefur fengið Friðarstyrkþega í öll skiptin sem úthlutað hefur verið. Níundi styrkþeginn er Erla Sigurlaug Sigurðardóttir.

Styrkurinn þýðir að Erla er styrkt til tveggja ára meistarnáms í friðarfræðum. Allur kostnaður vegna námsins er greiddur, ferðir, námsgjöld, bókakostnaður, matur og húsnæði. Erla stefnir að því að halda til Ástralíu og stunda námið þar.

Erla Sigurlaug er borinn og barnfæddur Hafnfirðingur. Hún er með kennarapróf frá Kennaraháskólanum 2009 og BA í mannfræði frá HÍ 2002.

Rótarýklúbbur Hafnarfjarðar var meðmælandi Erlu Sigurlaugar.

Útlit síðu:

Tungumál:

English

Innskráning:

Innskráning