Fréttir frá umdæmisstjóra

28.1.2010

Frá heimsóknum í klúbbana

Eins og fram kom í síðasta fréttabréfi þá er farið að ganga á seinnihluta tímabils míns sem umdæmisstjóra. Síðasta klúbbheimsóknin var þann 14. janúar síðastliðinn. Það að hafa heimsótt alla klúbbana eru viss kaflaskil. Þessum kaflaskiptum fylgir viss léttir og einnig eftirsjá. Léttir að heimsóknirnar gengu vel og að allt stóðst sem skipulagt var. Eftirsjá eftir þeirri ánægju sem heimsóknunum fylgdi.

Ég vildi gjarnan heimsækja þá klúbba sem ég heimsótti fyrst aftur. Í fyrstu heimsóknunum er maður að fóta sig og síðan finnur maður taktinn. Sólveig kona mín hafði ekki síðri ánægju af því að vera með mér á klúbbfundum. Hún náði að koma með mér á nær alla fundina utan Reykjavíkur og á marga fundi í Reykjavík og á stór-Reykjavíkursvæðinu. Til marks um hve mikla ánægju hún hafði af fundunum er, að þegar við vorum á leið suður frá fundi okkar á Neskaupstað, varð henni að orði, „verst að það skuli ekki vera klúbbur á Hornafirði“. Þessi orð lýsa því hve mikla ánægju hún hafði af því að koma á fundina, njóta frábærrar gestrisni og hitta hresst og skemmtilegt fólk.


Útlit síðu:

Tungumál:

English

Innskráning:

Innskráning