Fréttir frá umdæmisstjóra
  • Kópavogur

14.9.2010

65. Umdæmisþing í Kópavogi – skráning stendur yfir!

Hið árlega umdæmisþing Rótarý á Íslandi verður í Kópavogi 15. og 16. október n.k.
Rótarýfélagar eru eindregið hvattir til þess að koma til þings og taka þátt í spennandi dagskrá sem þar verður og kynnast fólki úr öðrum klúbbum.

Þingið hefst kl. 13.00 á föstudeginum 15. okt. í Salnum, Tónlistarhúsi Kópavogs og stendur frameftir degi en í lok dags verður móttaka í boði bæjarstjórnar Kópavogs og hátíðarfundur í Rótarýklúbbnum Borgum, í Listasafni Kópavogs. Formót og þinghald heldur síðan áfram á laugardeginum í Menntaskólanum í Kópavogi með heimsókn í Gvendarbrunna en þema þingsins er Hreint vatn – Brunnur lífs. Um kvöldið verður blásið til hátíðarkvöldverðar með skemmtidagskrá og dansleik á Grand Hótel. Dagskráin er á heimasíðunni rotary.is sem og skráningareyðublað. Ég vil skora á rótarýfélaga og maka að fjölmenna til þings í Kópavogi og sýna þar með sannan Rótarýanda.

Rótarýfélagar: Skráið ykkur inn í félagakerfið, smelli svo á Aðgerðir, þar finnið þið flýtihnapp á skráningarsíðuna.

Heimasíða þingsins: http://www.rotary.is/rotaryumdaemi/Umdaemisthing/umdaemisthing-2010-2011/

Frá umdæmisþingi


Útlit síðu:

Tungumál:

English

Innskráning:

Innskráning