Fréttir frá umdæmisstjóra
  • Sveinn H. Skúlason

26.2.2010

Kveðja frá umdæmisstjóra

Ég hef hér á undan útskýrt nokkrar veigamiklar breytingar sem verið er að gera á skipulagi umdæmisins. Vinnuhópur hefur fengið það verkefni að skilgreina skipulagið nánar og skrá verkefni og ábyrgð hvers hóps. Vonandi tekst að ljúka því starfi fyrir PETsmótið, eða í síðasta lagi fyrir umdæmisþingið í vor.

Nokkrir klúbbar ganga núna í gegnum það tímabil þegar eldri félagar eru farnir að draga úr fundarsókn. Það tímabil getur verið erfitt, en þá gildir einmitt að sækja fram og fá nýja félaga til liðs við hreyfinguna. Það ánægjulega er að nýjir félagar eru að ganga til liðs við Rótarý, þannig að framtíðin er björt. Það er kraftur í Rótarý á Íslandi. Við erum að aðlaga okkur nýjum tímum og við viljum sækja fram enn frekar. Látum okkur ekkert vera óviðkomandi í starfi Rótarý og lifum lífinu í lifandi hreyfingu.

Sveinn H. Skúlason, umdæmisstjóri.

Útlit síðu:

Tungumál:

English

Innskráning:

Innskráning