Fréttir frá umdæmisstjóra
  • Kristján Haraldsson

26.2.2010

Umdæmisstjóri tilnefndur fyrir 2012-2013

Valnefnd umdæmisins hefur tilnefnt umdæmisstjóra fyrir tímabilið 2012-2013. Kristján Haraldsson, Rótarýklúbbi Ísafjarðar hefur orðið fyrir valinu. Kristján er verkfræðingur að mennt og gegnir starfi orkubússtjóra Orkubús Vestfjarða. Kristján hefur verið félagi í Rótarýklúbbnum á Ísafirði í 25 ár.

Hann hefur alla tíð verið mjög virkur félagi í klúbbnum og hefur gegnt öllum embættum stjórnar, sumum oftar en einu sinni og er á þessu tímabili, í annað sinn, forseti klúbbsins. Kristján hefur um nokkurra ára skeið verið formaður Pólíó Plús nefndar umdæmisins. Kristján hefur víða komið við í félagsmálastarfi. Má m.a. nefna að hann hefur verið formaður skólanefndar Tónlistaskóla Ísafjarðar frá 1983, situr í skólanefnd Menntaskólans á Ísafirði. Hann hefur setið í ýmsum nefndum á vegum Ísafjarðarbæjar, ýmist sem formaður eða almennur nefndarmaður. Kristján er félagi í frímúrarastúkunni Njálu á Ísafirði og var formaður hennar um 7 ára skeið.

Kristján er kvæntur Halldóru S. Magnúsdóttur og eiga þau 3 börn og 4 barnabörn.

Kristján er boðinn velkominn í þann samhenta hóp sem situr í umdæmisráði og leiðir hreyfinguna á hverjum tíma.

Valnefnd hefur óskað eftir því við umdæmisstjóra að hann komi því á framfæri að það hefði verið mjög ánægjulegt að nokkrir klúbbar tilnefndu kandidata í sæti umdæmisstjóra fyrir tímabilið 2012-2013. Allt voru þetta mjög frambærilegir eintaklingar og valið var erfitt. En eitt er ljóst, umdæmi 1360 á marga vel hæfa einstaklinga innan sinna raða sem sómi yrði af í starfi umdæmisstjóra. Undirritaður vill einnig koma því á framfæri að það er ekkert á móti því, frekar mjög eðlilegt, að klúbbar tilnefni aðila aftur þótt ekki hafi verið árangur sem erfiði í fyrstu tilraun.

Útlit síðu:

Tungumál:

English

Innskráning:

Innskráning