Fréttir frá umdæmisstjóra

14.9.2010

Tónlistarsjóðurinn - auglýst eftir umsóknum

Tilgangur Tónlistarsjóðs Rótarý á Íslandi er að veita ungu tónlistarfólki sem skarað hefur fram úr á einhverju sviði tónlistar viðurkenningu í formi fjárstyrks til frekara náms. Auglýst hefur verið eftir umsóknum úr sjóðnum og er umsóknarfrestur til 1. október n.k. Styrkfjárhæðin er kr. 750.000,-

Fyrst var veitt úr sjóðnum árið 2005 í tilefni af 100 ára afmæli Rótarýhreyfingarinnar. Næsta styrkveiting verður á Stórtónleikum Rótarý sem haldnir verða í Salnum í Kópavogi föstudaginn 7. janúar 2011. Tónleikarnir eru fyrst og fremst fyrir Rótarýfélaga og þeirra gesti og vil ég hvetja til góðrar mætingar.
Sjá nánar um tónlistarsjóðinn hér: www.rotary.is/rotaryumdaemi/nefndir/tonlist


Útlit síðu:

Tungumál:

English

Innskráning:

Innskráning