Fréttir frá umdæmisstjóra

2.12.2010

Fimmta þjónustuleiðin – Ungmennaþjónusta

Æskulýðsmál hafa lengi verið mikilvægur málaflokkur innan Rótarýhreyfingarinnar. Það kom því e.t.v. ekki á óvart að málefni unga fólksins yrðu gerð að fimmtu þjónustuleiðinni á löggjafarþingi RI í apríl á þessu ári.

 

Ungmennaþjónustan (New Generation), fimmta þjónustuleiðin, staðfestir þær jákvæðu breytingar sem leiða af þátttöku ungs fólks í leiðtogastarfi, þátttöku þeirra í þjónustuverkefnum í nær- og alþjóðasamfélaginu, og í gagnkvæmum skiptaverkefnum sem stuðla að og styrkja menningarlegan skilning og frið í heiminum.

Ljóst er að þessi nýja og aukna áhersla á ungmennaþjónustu mun leiða til breytinga á lögum og starfi rótarýklúbba. Á fundi umdæmisráðs 9. nóvember var ákveðið að stofna starfshóp til að fara yfir þær breytingu sem þetta hefur í för með sér. Niðurstöður hópsins verða kynntar klúbbunum að starfi loknu.

Útlit síðu:

Tungumál:

English

Innskráning:

Innskráning