Fréttir frá umdæmisstjóra

21.9.2009

EEMA ráðstefnan

Um 220 þátttakendur mættu á ráðstefnuna og tókst hún í alla staði mjög vel. Þátttakendur voru frá 28 þjóðlöndum og má nefna að 22 komu frá Brasilíu og 8 alla leiðina frá Taiwan.

Allt skipulag og framkvæmd ráðstefnunnar fékk mjög góða umsögn, en EEMA heldur ráðstefnu á hverju ári til að undirbúa nemendaskipti næsta árs. Um 8000 þúsund ungmenni ferðast vítt og breytt um heiminn á vegum Rótarý á hverju ári. Um er að ræða dvöl í sumarbúðum eða á einkaheimilum allt að einu ári. Áætlað er að um 700 íslensk ungmenni hafi farið á vegum umdæmisins á erlenda grund allt frá því að umdæmið hóf að taka þátt í nemendaskiptum 1977.


Útlit síðu:

Tungumál:

English

Innskráning:

Innskráning