Fréttir frá umdæmisstjóra
Þema októbermánaðar
Þema októbermánaðar var starfsþjónusta.
"Í heimsóknum mínum til klúbbanna hef ég komist að raun um að klúbbarnir sinna mjög vel þessum þætti. Á flestum fundum er það fastur liður að félagar flytja þriggja mínútna erindi. Í mjög mörgum tilfellum tengjast þessi erindi starfsgrein viðkomandi. Þótt umdæmisstjóri sé í heimsókn eru erindin ekki felld niður. Það finnst mér af hinu góða, vegna þess að þriggja mínútna erindi gefa gestum innsýn í klúbbstarfið og þá menningu sem þar ríkir. Þau erindi sem ég hef hlustað á hafa í öllum tilfellum verið mjög gott inlegg í starf klúbbsins."