Fréttir frá umdæmisstjóra

29.3.2010

Starfshópaskipti – GSE

Þann 25. mars fór fimm manna hópur á okkar vegum til vesturhluta Kansas, umdæmi 5670. Heimsóknin mun vara fjórar vikur og verður samkvæmt venju eitt stórt ævintýri fyrir þá sem taka þátt. Seinni hluta maí kemur síðan hópur frá umdæmi 5670 til okkar og er þegar hafinn undirbúningur að móttöku þess hóps.

Rotary_formot_2010_gg_040Forsetar eru hvattir til að taka vel á móti fulltrúum GSE nefndarinnar þegar þeir hafa samband og leita eftir samstarfi. Það er forsenda þess að þessi starfshópaskipti geti haldið áfram. GSE nefndin undir forystu Birnu Bjarnadóttur, Rkl Borgir- Kópavogi, hefur unnið frábært starf, en áframhaldið ræðst af því hvernig samstarfið gengur við klúbbana.

Þau sem fara í þessa ferð eru:

  • Haukur Þór Lúðvíksson, tölvunarfræðingur hjá Fasteignaskrá Íslands. Rótarýklúbbur Borgir mælir með honum til fararinnar.
  • Frímann Birgir Baldursson, lögregluvarðstjóri á Selfossi. Rótarýklúbbur Selfoss mælir með honum til fararinnar.
  • Steingerður Hreinsdóttur, ráðgjafi hjá Atvinnuþróunarfélagi Suðurlands á Selfossi. Rótarýklúbbur Selfoss mælir með henni til fararinnar.
  • Óskar Torfi Þorvaldsson, verkfræðingur hjá Reykjavíkurborg og er það Rótarýklúbbur Rvík.Austurbær sem mælir með honum til ferðarinnar.
  • Sigríður Kristín Ingvarsdóttir, skrifstofustjóri hjá Sjávarútvegsskóla Sameinuðu þjóðanna og ritari hjá Rótarýklúbbi Rvík. Breiðholt fer sem fararstjóri

Þau eru búin að heimsækja þá klúbba sem mæla með þeim til fararinnar þ.e. Rkl. Selfoss, Rkl. Reykjavík-Austurbæjar og Rkl. Borgir.

Hópurinn mun heimsækja átta staði úti í Kansas (Wichita, Oberlin, Sharon Springs, Hays, Abilene, Salina, Concordia og McPherson). Búið er að skipuleggja 14 kynningar þar sem hópurinn kynnir land og þjóð í hinum ýmsu rótarýklúbbum sem þau heimsækja.

Útlit síðu:

Tungumál:

English

Innskráning:

Innskráning