Fréttir frá umdæmisstjóra

28.1.2010

Haíti

Þessa dagana fylgjumst við öll með því hvernig hjálparstarfi á Haiti vindur fram. Nú loksins virðist vera komið skipulag á matardreifingu og aðra aðstoð. Rótarýhreyfingin hefur tekið við sér og RI, umdæmi og klúbbar um heim allan leggja eitthvað að mörkum til hjálparstarfsins.

Aðstæður okkar til að leggja fram hjálparhönd eru erfiðar. Gjaldeyrir er mjög dýr, félagsgjöld klúbbanna hafa hækkað mjög mikið, ekki síst vegna breytinga á gengi og við vitum að flestir af klúbbunum eru í varnarbaráttu við að halda félögunum. Þess vegna hefur umdæmið verið frekar á lágu nótunum hvað varðar að hvetja klúbbana til að taka þátt í alþjóðlegu samstarfi. Það koma stöðugt til okkar óskir um þátttöku í Matching Grant, vatnsverkefnum o.fl.

Við höfum kosið að halda okkur til hlés af fyrrnefndum ástæðum. Umdæmið hefur hinsvegar óskað eftir því að sýndum það með framlögum í Rótarýsjóðinn að við vildum vera með þótt við lifum erfiða tíma um þessar mundir. Hvað framlag vegna hjálparstarfsins á Haiti varðar verður hver klúbbur fyrir sig að meta hvort hann hafi burði til að leggja málinu lið. Það eru ýmsar leiðir til og ekki þurfa það að vera háar upphæðir, því gamla lögmálið gildir nú sem hingað til „margt smátt, gerir eitt stórt“.

HaitiRot-copyEf áhugi er hjá klúbbunum að taka þátt í hjálparstarfi RI vegna Haiti getur Margrét Sigurjónsdótti , skrifstofustjóri umdæmisins, leiðbeint klúbbunum um leiðir.

Smelltu á myndina og sjáðu frásögn ljósmyndara og rótarýfélaga frá Haítí.


Útlit síðu:

Tungumál:

English

Innskráning:

Innskráning